Erlent

Hraunið streymdi upp úr sjávarbotninum

Japanskir vísindamenn birtu í dag einstæðar myndir af neðansjávareldgosi skammt norður af Kyrrahafseynni Gvam. Eldgosið varð í október á síðasta ári á rúmlega 500 metra dýpi og má á myndunum sjá ösku og gjall spýtast upp úr sjávarbotninum af miklum krafti. Ekki er vitað til þess að svo skýrar myndir hafi náðst af slíkum eldsumbrotum neðansjávar en þær voru teknar af fjarstýrðum kafbát úr aðeins nokkurra metra fjarlægð frá gosopinu. Kafbátnum tókst meira að segja að taka sýni úr hrauninu og færa þau upp á yfirborðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×