Erlent

Hrottafengnar myndir af ofbeldi breskra hermanna

Myndbandsupptaka sem sýnir breska hermenn misþyrma íröskum unglingum á hrottafenginn hátt hefur vakið athygli og reiði. Breska varnarmálaráðuneytið sver af sér allar sakir og segir rannsókn á málinu þegar hafna.

Það var breska blaðið News of the World sem birti myndirnar óhugnanlegu sem það segir liðþjálfa í breska herliðinu hafa tekið í suðurhluta Íraks fyrir um tveimur árum. Á myndunum sjást einhvers konar uppþot þar sem breskum hermönnum og íröskum unglingspiltum, hermönnum lýstur greinilega saman. Á meðan þessu stendur tekur hópur hermanna nokkra pilta, fer með þá inn í port og lætur svo barsmíðarnar dynja á þeim. Á meðan á þessu stendur hlakkar í tökumanninum og virðist hann gleðjast við hvert högg.

Í yfirlýsingu frá breska varnarmálaráðuneytinu frá því í morgun kemur fram að myndirnar séu litnar mjög alvarlegum augum og rannsókn á málinu sé þegar hafin. Enn er of snemmt að segja til um hver áhrif myndanna verða á tengsl Íraka og breska herliðsins verða en hingað til hefur sú sambúð gengið að mestu snurðulaust fyrir sig. Skemmst er hins vegar að minnast reiðinnar sem greip um sig í Írak og á alþjóðavettvangi eftir að myndirnar af misþyrmingunum úr Abu Ghraib fangelsinu komust í hámæli vorið 2004. Níu bandarískir hermenn hafa verið dæmdir fyrir þátt sinn í þeim. Á síðasta ári voru þrír Bretar fangelsaðir eftir að myndir sýndu þá beita íraska fanga grófu ofbeldi. Rannsókn þessa nýjasta hneykslis er vitaskuld enn ekki hafin en ef að líkum lætur verða illvirkjarnir dregnir fyrir dóm og þeim refsað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×