Viðskipti innlent

Gott gengi NWF Group

NWF Group birti nýverið bráðabirgðatölur fyrir fjárhagsárið 2006 sem lauk þann 31. maí. Á milli ára jókst velta um 24 prósent eða í um 236 milljónir punda. Framlegð fyrir afskriftir jókst um 33 prósent og hagnaður ársins var um 3,5 milljónir punda en var 2,7 milljónir á árinu 2005.

 

Í Morgunkorni Glitnis segir frá því að gengi NWF hafi hækkað töluvert í ár en frá því um miðjan júlí hefur félagið staðið að tveimur yfirtökum. Fyrst yfirtók félagið Arthur A Gent & Sons Ltd. og í byrjun ágúst yfirtók NWF Group félagið Browns of Burnwell Limited.

 

Atorka hefur verið að auka við hlutabréfastöðu sína í NWF Group og átti í lok júní 18 prósenta hlut í félaginu. Stjórnendur Atorku hafa ekki gefið út hver ætlunin er með eignarhlutinn í félaginu en Greiningardeild Glitnis gerir ekki ráð fyrir að um áhrifafjárfestingu að ræða þar sem Atorka á ekki fulltrúa í stjórn NWF Group sem stendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×