Erlent

Öngþveiti á kjörstöðum á Haití

Öngþveiti myndaðist á kjörstöðum á Haítí í dag þegar landsmenn kusu sér nýjan forseta og þing. Einn er sagður hafa dáið þegar hann tróðst undir og fjöldi fólks er slasaður. Upplausn hefur ríkt í þessu fátækasta ríki vesturhvels jarðar undanfarin misseri en fyrrverandi forseti, Jean-Bernard Aristide, var hrakinn frá völdum fyrir tveimur árum. Búist er við að Rene Preval, fyrrverandi forseti og hægri hönd Aristides, fari með sigur af hólmi enda nýtur hann umtalsverðra vinsælda hjá alþýðunni. Nái hann ekki hreinum meirihluta verður efnt til annarrar umferðar eftir nokkrar vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×