Erlent

2 liðsmenn Al Aqsa féllu í flugskeytaárás

Palestínumenn við bílflakið.
Palestínumenn við bílflakið. MYND/AP

Tveir palestínskir liðsmenn Al Aqsa-hersveitanna féllu í flugskeytaárás á bifreið þeirra á norðurhluta Gasa-strandarinnar í gærkvöld. Þrír vegfarendur særðust í árásinni. Annar þeirra sem féll mun hafa verið háttsettur liðsmaður samtakanna.

Bifreið mannanna var á leið eftir sveitavegi þegar árásin var gerð. Árásum Ísraela á liðsmenn herskárra palestínskra samtaka hefur fjölgað síðustu daga en í gær féllu fimm liðsmenn Heilags stríðs í eldflaugaárás á Gasa-ströndinni. Meðal þeirra mun hafa verið einn helsti sprengjusmiður samtakanna.

Í morgun féll svo einn af leiðtogum Heilags stríðs í átökum við ísraelska hermenn í bænum Nablus á Vesturbakkanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×