Erlent

Mannfall í sprengjuárás í Suður-Afganistan

Að minnsta kosti 13 létu lífið og 14 særðust þegar öflug sprengja sprakk í borginni Kandahar í Suður-Afganistan í morgun. Sprengjan sprakk fyrir utan höfuðstöðvar lögreglu í borginni.

Löregla segir líklegt að sprengjunni hafi verið komið fyrir á vélhjóli sem hafi verið lagt fyrir utan bygginguna. Að minnsta kosti 25 féllu í hörðum átökum hermanna og Talíbana í Suður-Afganistan í síðustu viku og því hefur töluverð spenna verið á svæðinu síðustu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×