Erlent

Reyndu að bjarga manni úr kjafti krókódíls

Mynd/Vísir

Íbúar í smá þorpi utan við Harare borg í Simbabwe í Afríku lentu nýverið í einskonar reiptogi við krókodíl og höfðu betur. Það teldist í sjálfu sér vart til tíðinda ef ekki væri fyrir það, að reipið var maður, nánar til tekið einn þorpsbúanna. Krókodíllinn náði að læsa skoltinum um hægri hönd hans á fljótsbakka í grennd við þorpið, og ætlaði að draga hann út í, sér til matar, sem er plagsiður krókodíla á þessum slóðum. Nærstaddir þorpsbúar voru hinsvegar ekki á því, náðu í vinstri handlegg mannsins og toguðu allir sem einn, uns Krókodíllinn sleppti þessari fyrirhuguðu máltíð, sem hefði orðið harla margrétta, hefði hann náð allri halarófunni út í fljótið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×