Þarf að hreinsa andrúmsloftið í kringum orkusamninga 9. júní 2006 13:00 MYND/Valgarður Það þarf að hreinsa andrúmsloftið í kringum fjárfestingar við Kárahnjúkavirkjun og því er mikilvægt að aflétta trúnaði af orkusölusamningi við Alcoa. Þetta segir Helgi Hjörvar, þingmaður og stjórnarmaður í Landsvirkjun, sem ætlar að leggja fram tillögu þar að lútandi á næsta stjórnarfundi Landsvirkjunar. Upplýsingar um orkuverð til Alcoa vegna álversins í Reyðarfirði birtust á heimasíðu fyrirtækisins á dögunum. Þar kom fram að orkuverðið væri helmingi lægra á Íslandi en í Brasilíu, eða 15 dollarar á megavattsstund sem er átta sinnum minna en almenningur á Íslandi greiðir fyrir orkuna. Þessu hafa forsvarsmenn Landsvirrkjunar mótmælt og segja það nær 30 dollurum eins og verð á álmarkaði sé nú. Blaðamaður í Brasilíu, sem vann greinina um orkuverðið sem endurbirt var á heimasíðu Alcoa, hefur hins vegar sagt að upplýsingarnar séu komnar frá forstjóra Alcoa, Alain Belda. Ekki er hægt að fá upplýsingar um orkuverðið nú þar sem trúnaður á að ríkja um það milli Landsvirkjunar og Alcoa. Helgi Hjörvar, þingmaður og fulltrúi í stjórn Landsvirkjunar, vill hins vegar aflétta honum og vísar til þess að forstjóri Alcoa hafi í raun gert það nú þegar. Helgi segir að hann sjái ekki að stjórnendur Landsvirkjunar geti setið undir því að þeir hafi náð helmingi lélegra orkuverði í samningum við sama fyrirtæki og menn séu að gera samninga við í Suður-Ameríku. Þess vegna ætli hann að hvetja stjórnendur Landsvirkjunar til að létta leyndinni af samningunum því það þurfi að hreinsa andrúmsloftið í kringum Kárahnjúkavirkjun og fjárfestingar þar. Helgi hyggst leggja fram tillögu þar um á næsta fundi stjórnar Landsvirkjunar. Hann segir ekki sé hægt til lengdar að leyna almenningi því hvað í þeim felist. Hann býst við góðum undirtektum í stjórninni. Hann hafi sjálfur á sínum tíma verið andvígu gerð samninganna en hann haldi að það séu hagsumir þeirra sem hafi gert þá og stutt þá að það sé sýnt hvaða orkuverð sé í gangi og þá muni menn njóta þess að álverð sé mjög hátt um þessar mundir og auðvitað njóti fyrirtækið góðs af því. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira
Það þarf að hreinsa andrúmsloftið í kringum fjárfestingar við Kárahnjúkavirkjun og því er mikilvægt að aflétta trúnaði af orkusölusamningi við Alcoa. Þetta segir Helgi Hjörvar, þingmaður og stjórnarmaður í Landsvirkjun, sem ætlar að leggja fram tillögu þar að lútandi á næsta stjórnarfundi Landsvirkjunar. Upplýsingar um orkuverð til Alcoa vegna álversins í Reyðarfirði birtust á heimasíðu fyrirtækisins á dögunum. Þar kom fram að orkuverðið væri helmingi lægra á Íslandi en í Brasilíu, eða 15 dollarar á megavattsstund sem er átta sinnum minna en almenningur á Íslandi greiðir fyrir orkuna. Þessu hafa forsvarsmenn Landsvirrkjunar mótmælt og segja það nær 30 dollurum eins og verð á álmarkaði sé nú. Blaðamaður í Brasilíu, sem vann greinina um orkuverðið sem endurbirt var á heimasíðu Alcoa, hefur hins vegar sagt að upplýsingarnar séu komnar frá forstjóra Alcoa, Alain Belda. Ekki er hægt að fá upplýsingar um orkuverðið nú þar sem trúnaður á að ríkja um það milli Landsvirkjunar og Alcoa. Helgi Hjörvar, þingmaður og fulltrúi í stjórn Landsvirkjunar, vill hins vegar aflétta honum og vísar til þess að forstjóri Alcoa hafi í raun gert það nú þegar. Helgi segir að hann sjái ekki að stjórnendur Landsvirkjunar geti setið undir því að þeir hafi náð helmingi lélegra orkuverði í samningum við sama fyrirtæki og menn séu að gera samninga við í Suður-Ameríku. Þess vegna ætli hann að hvetja stjórnendur Landsvirkjunar til að létta leyndinni af samningunum því það þurfi að hreinsa andrúmsloftið í kringum Kárahnjúkavirkjun og fjárfestingar þar. Helgi hyggst leggja fram tillögu þar um á næsta fundi stjórnar Landsvirkjunar. Hann segir ekki sé hægt til lengdar að leyna almenningi því hvað í þeim felist. Hann býst við góðum undirtektum í stjórninni. Hann hafi sjálfur á sínum tíma verið andvígu gerð samninganna en hann haldi að það séu hagsumir þeirra sem hafi gert þá og stutt þá að það sé sýnt hvaða orkuverð sé í gangi og þá muni menn njóta þess að álverð sé mjög hátt um þessar mundir og auðvitað njóti fyrirtækið góðs af því.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira