Erlent

Tveir létust og yfir þrjátíu slöðuðust í gassprengingu í Grosní

Tveir hermenn létust og yfir þrjátíu slösuðust þegar þegar gassprenging varð í tveggja hæða herskála í Tétsníu síðdegis í gær. Sprengingin varð á svæði sérstakra öryggissveita á vegum varnarmálaráðuneytis landsins í um 30 kílómetra fjarlægð frá Grosní, höfuðborg landsins. Byggingin hrundi ofan á mennina en talsmaður innanríkisráðuneytisins telur að að allt að 43 hermenn hafi verið í skálanum þegar sprengingin varð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×