Erlent

Gripið í rassinn

Kólumbískur karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að grípa í afturenda konu sem hann hjólaði fram hjá. Að sögn BBC hjólaði maðurinn í burtu eftir rassgripið en komst ekki langt áður en hann var gripinn af öðrum vegfarendum.

Mörgum þykir fjögur ár ansi harður dómur fyrir afbrotið en aðrir segja málið munu hafa fordæmisgildi. Þá er eins gott að halda að sér höndum í Kólumbíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×