Viðskipti innlent

ANZA kaupir af ICEconsult

Fyrirtækin ICEconsult og ANZA hf. hafa gert með sér samkomulag um innleiðingu þjónustu- og gæðakerfisins Stjóralausna frá ICEconsult hjá ANZA.

Með kaupnum vill ANZA efla skilvirkni þjónustu til viðskiptavina sinna, en fyrirtækið starfar á sviði upplýsingatækni. „Sömuleiðis er þetta liður í þeirri stefnu fyrirtækisins af fá gæðavottun fyrir þjónustustjórnun.

Ákvörðun ANZA um kaup á Stjóralausnum er tekin að undangenginni ýtarlegri skoðun á tölvukerfum hér heima og erlendis,“ segir í tilkynningu.

ICEconsult hefur þróað Stjóralausnir síðustu 12 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×