Viðskipti innlent

Icelandair Group á markað í dag

Viðskipti hefjast með bréf Icelandair Group Holding hf. í Kauphöll Íslands klukkan 10 árdegis í dag.
Viðskipti hefjast með bréf Icelandair Group Holding hf. í Kauphöll Íslands klukkan 10 árdegis í dag.

Icelandair Group Holding hf. verður skráð í Kauphöll Íslands í dag, fyrst íslenskra félaga eftir að hún varð hluti af OMX-kauphöllunum.

Félagið, sem var í eigu FL Group hf., var selt nýjum kjölfestufjárfestum, starfsmönnum og almenningi og er því aftur komið á markað sem félag í svipuðum rekstri og fyrirrennari þess, Flugleiðir hf.

Heildarhlutafé Icelandair Group Holding er 1.000.000.000. Alls voru 185.000.000 hlutir seldir almenningi, starfsmönnum og fagfjárfestum í útboði sem fram fór dagana 27. nóvember til 4. desember. Virði félagsins miðað við útboðsgengi er því 27 milljarðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×