Innlent

Týndi lyklunum sem allir vildu eiga

Rheinbach-fangelsið í Þýskalandi var fært á hæsta öryggisstig í tvo daga eftir að yfirfangavörðurinn týndi masterlyklinum sem gengur að hverri einustu skrá í byggingunni. Verðirnir voru á sólarhringsvöktum og fangarnir lokaðir í klefum sínum þar til lykillinn fannst, - í sófanum inni í búningsherbergi fangavarðanna.

Flestir hefðu kannski fljótlega leitað í sófanum að lyklinum týnda en fangelsisstjórinn vildi ekki kenna yfirfangaverðinum um yfirsjónina: "Þetta var bara óheppni, þetta gæti komið fyrir hvern sem er."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×