Innlent

Andi liðinna jóla í Árbæjarsafnskirkju

Nú eru allir í sínu fínasta pússi í Árbæjarsafni, enda jólasýning þar núna.
Nú eru allir í sínu fínasta pússi í Árbæjarsafni, enda jólasýning þar núna. MYND/Pjetur Sigurðsson

Börn og fullorðnir geta drukkið í sig anda liðinna jóla í Árbæjarkirkju á sunnudaginn þar sem Kristinn Ágúst Friðfinnsson þjónar í aðventuguðsþjónustu. Drengjakór Þorgeirsbræðra mun syngja jólalög undir stjórn Signýjar Sæmundsdóttur en kirkjugestir fá einnig tækifæri til að taka undir í söng. Guðsþjónustan hefst klukkan 14:00 á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×