Innlent

Heilagur Nikulás heimsótti börn á Vestfjörðum

Pólski jólasveinninn Mikotaj bankaði upp á á leikskólum á Suðureyri og Flateyri í dag, eftir því sem fram kemur á vefsíðu Bæjarins besta. Sveinninn talaði reyndar enga íslensku, enda frá Póllandi, en pólsk börn á leikskólunum gegndu lykilhlutverki túlka. Dagur heilags Nikulásar, sem talinn er vera forfaðir jólasveinanna, er haldinn hátíðlegur í dag.

Sveinki sagðist hafa heyrt af pólskum börnum sem byggju á eyjunni í norðri og vildi hitta þau og vini þeirra. Börnin sungu síðan fyrir hann íslensku vísurnar "Í skóginum stóð kofi einn" og kvöddu síðan og þökkuðu fyrir sig á pólsku.

Víða í kaþólskum löndum er degi heilags Nikulásar fagnað og þá fá öll góð börn gjafir undir koddann eða í skóinn, sem er samt ekki úti í glugga, heldur á sínum stað í forstofunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×