Innlent

30 sjúklingar í einangrun vegna fjölónæmra bakteríusýkinga

Þrjátíu sjúklingar á Landsspítalanum hafa verið settir í einangrun eftir að fjölónæm baktería greindist í sjúklingi. Bakterían er stórhættuleg og sýklalyf bíta illa eða ekki á henni.

Bakterían er kölluð MOSA, eða medisilline ónæmir stafílokokkus áreus, þar sem hún er gjarnan fjölónæm inni á spítölum og margir flokkar sýklalyfja bíta alls ekki á henni. Eins og fram kom í fréttaskýringaþættinum Kompási fyrir skömmu eru verulegar áhyggjur uppi um heim allan vegna útbreiðslu bakteríunnar, sem áður hefur greinst hér á landi. Nú hefur hún greinst á landsspítalanum.

Starfsmenn Landsspítalans mega ekki tjá sig um einstök tilvik sem þessi, en samkvæmt heimildum fréttastofu var fyrsta tilvikið útlendingur sem vann við Kárahnjúkavirkjun áður en hann var lagður inn. Allir sjúklingarnir sem komu nálægt manninum áður en bakterían greindist hafa verið settir í einangrun, en ólíklegt þykir að þeir séu smitaðir. Ef einhver starfsmanna myndi sýkjast mætti hann ekki vinna á spítalanum um tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×