Innlent

Fjárlög ársins 2007 samþykkt frá Alþingi

Fjárlög ríkisins fyrir næsta ár voru samþykkt frá Alþingi í dag með níu milljarða króna tekjuafgangi. Formaður fjárlaganefndar lýsti þeim sem velferðarfjárlögum en formaður Samfylkingarinnar sem kosningafjárlögum.

Afgreiðsla fjárlagafrumvarpsins er jafnan fyrirferðamesta þingmálið á haustþingi og formaður fjárlaganefndar var stoltur af niðurstöðunni.

Tillögur stjórnarandstöðunnar um að nota níu milljarða króna fjárlagaaafgang í þágu aldraðra og öryrkja voru felldar og ákvað stjórnarandstaðan að sitja hjá við lokaafgreiðsluna. Fjármálaráðherra sagði fjárlagafrumvarpið markast af hagvaxtarskeiði og sagði þrjú atriði standa upp úr. Það væri síðasti áfanginn í mesta skattalækkunarferli síðari tíma, það væri stærsta verkefni síðari ára til að bæta kjör aldraðra og það væri stærsta átak nokkru sinni til lækkunar matvælaverðs með lækkun virðisaukaskatts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×