Innlent

Fálkaungi fékk sér dúfu á Lækjartorgi

Ungur fálki sat að snæðingi á Lækjartorgi þegar fjölmiðlamenn streymdu út úr Héraðsdómi Reykjavíkur í dag eftir dómsuppkvaðningu í fyrsta málinu tengdu verðsamráði olíufélaganna. Hann hafði náð sér í dúfu á torginu og sat sem fastast og reif hana í sig þrátt fyrir mikla athygli vegfarenda og ágang fréttamanna og blaðaljósmyndara.

 

Myndskeið frá dúfnaveislu fálkans unga verður sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×