Birgir Leifur í beinni á Sýn í fyrramálið 6. desember 2006 15:14 Birgir Leifur verður á fullu í Suður-Afríku fram að jólum Mynd/Eiríkur Birgir Leifur Hafþórsson tryggði sér fyrir skömmu keppnisrétt á evrópsku mótaröðinni í golfi og hann verður í eldlínunni innan um marga af bestu kylfingum heims á tveimur mótum sem haldin verða í Suður-Afríku fyrir jól. Fyrra mótið hefst í fyrramálið og verður sjónvarpsstöðin Sýn með beinar útsendingar frá mótinu alla fjóra keppnisdagana. Fyrra mótið sem Birgir Leifur tekur þátt í er Alfred Dunhill mótið sem fram fer dagana 7. - 10. desember og síðara mótið er Opna Airways mótið sem fram fer 14.-17. desember. Sýn mun fylgjast grannt með gangi mála á mótunum báðum og verður kastljósinu að sjálfsögðu beint eins vel að að Birgi Leifi og kostur gefst. Birgir Leifur tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni með því að hafna í einu af 30 efstu sætunum á úrtökumótinu á San Roque á Spáni. Flestir þeirra sem tryggðu sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á Spáni verða með í þessum tveimur mótum í Suður-Afríku. Spennandi verður að fylgjast með Birgi kljást við bestu kylfinga Evrópu en meðal keppenda á Alfred Dunhill mótinu eru m.a. hinir heimsfrægir kylfingar á borð við Suður-Afríkumanninn Ernie Els og enski kylfingurinn Lee Westwood, sem var í Ryderliði Evrópu. Retief Goosen frá Suður-Afríku og Argentínumaðurinn Angel Cabrera eru meðal keppenda í Airways mótinu. Golf Innlendar Íþróttir Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson tryggði sér fyrir skömmu keppnisrétt á evrópsku mótaröðinni í golfi og hann verður í eldlínunni innan um marga af bestu kylfingum heims á tveimur mótum sem haldin verða í Suður-Afríku fyrir jól. Fyrra mótið hefst í fyrramálið og verður sjónvarpsstöðin Sýn með beinar útsendingar frá mótinu alla fjóra keppnisdagana. Fyrra mótið sem Birgir Leifur tekur þátt í er Alfred Dunhill mótið sem fram fer dagana 7. - 10. desember og síðara mótið er Opna Airways mótið sem fram fer 14.-17. desember. Sýn mun fylgjast grannt með gangi mála á mótunum báðum og verður kastljósinu að sjálfsögðu beint eins vel að að Birgi Leifi og kostur gefst. Birgir Leifur tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni með því að hafna í einu af 30 efstu sætunum á úrtökumótinu á San Roque á Spáni. Flestir þeirra sem tryggðu sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á Spáni verða með í þessum tveimur mótum í Suður-Afríku. Spennandi verður að fylgjast með Birgi kljást við bestu kylfinga Evrópu en meðal keppenda á Alfred Dunhill mótinu eru m.a. hinir heimsfrægir kylfingar á borð við Suður-Afríkumanninn Ernie Els og enski kylfingurinn Lee Westwood, sem var í Ryderliði Evrópu. Retief Goosen frá Suður-Afríku og Argentínumaðurinn Angel Cabrera eru meðal keppenda í Airways mótinu.
Golf Innlendar Íþróttir Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira