Innlent

Jafnræðisákvæði vantar í frumvarp um heilbrigðisþjónustu

MYND/GVA

Talsmaður neytenda telur þörf á jafnræðisákvæði í lögum um heilbrigðisþjónustu en frumvarp þar að lútandi er nú fyrir Alþingi.

Fram kemur í umsögn talsmanna neytenda um frumvarpið að í fyrsta lagi þurfi að tryggja jafnan rétt neytenda til heilbrigðisþjónustu óháð þjóðfélagsstöðu, í öðru lagi er bent á að skoða þurfi þörf á jafnræði með tilliti til meðhöndlunar sjúkdóma og í þriðja lagi er vakin athygli á álitaefni varðandi valfrelsi með tilliti til meðferðarleiða. Þá telur talsmaður neytenda nauðsynlegt að tryggja með hæfisreglum rétt neytenda til óháðrar ráðgjafar varðandi frekari heilbrigðisþjónustu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×