Innlent

Stofna sjóð til að styrkja blinda og sjónskerta til háskólanáms

Blindir og sjónskertir munu eiga meiri möguleika til háskólanáms, eftir stofnun Þórsteinssjóðs, sem stofnaður var í dag af Blindravinafélagi Íslands.

Sjóðurinn mun styrkja blinda og sjónskerta til að stunda háskólanám við Háskóla íslands auk þess að efla rannsóknir til að auka þekkingu á blindu og skertri sýn og stuðla þannig að því að auðga og efla líf þeirra.

Þórsteinn Bjarnason sem sjóðurinn er nefndur eftir var stofnandi Bindravinafélags íslands. Hann vann ötult starf fyrir félagið í áratugi án þess að taka fyrir það laun og lagði auk þess fé til þess. Stofnfé sjóðsins er þrjátíu milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×