Erlent

Íranar bjóða sættir

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, hefur sent Bush, starfsbróður sínum í Bandaríkjunum þar sem hann hvetur til að þeir grafi stríðsöxina. Grunnt hefur verið á því góða með stjórnvöldum í Teheran og Washington frá klerkabyltingunni 1979 og því þykir þessi útrétta sáttahönd allnokkur tíðindi. John Negroponte, sem minnst var á hér í fréttinni að framan, sagði hins vegar í samtali við Reuters-fréttastofuna í dag að útspil Írana væri aðeins lúmskt áróðursbragð í því kalda stríði um kjarnorkumál sem nú geisar á milli ríkjanna tveggja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×