Erlent

Ætlar ekki að setja tímaáætlun um brotthvarf úr embætti

MYND/AP

Tony Blair forsætisráðherra Bretlands ætlar ekki að setja neina tímaáætlun um brotthvarf sitt úr stjórnmálum. Á blaðamannafundi í Downingstræti 10 sem lauk laust fyrir hádegi sagðist hann mundu láta völdin í hendur eftirmanni sínum, Gordon Brown, fjármálaráðherra, þegar rétti tíminn til þess rynni upp en núna væri mikilvægast fyrir Verkamannaflokkinn að einbeita sér að því að stýra landinu. Tímasett brotthvarf forsætisráðherrans myndi hins vegar lama ríkisstjórnina í störfum sínum. Blair mun því að líkindum sitja út kjörtímabilið og láta svo Brown taka við rétt fyrir næstu þingkosningar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×