Erlent

Birkifrjókorn herja á Dani

Birkifrjókorn herja nú á Dani sem aldrei fyrr og eru fjölmargir ofnæmissjúklingar illa haldnir af þeirra völdum, að sögn Jótlandspóstsins. Óvenju mikið votvirði í lok apríl, óvenju mikið sólskin og hitar það sem af er þessum mánuði og frjókorn, sem berrast með austlægum áttum frá Póllandi og Svíþjóð, eru talin hafa skapað þessi skilyrði, en fjöldi frjókorna í andrúmsloftinu slær nú öll fyrri met.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×