Erlent

Íranar hóta að hætta öllu samstarfi

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans. MYND/AP

Íranar hótuðu í bréfi til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær að hætta öllu samstarfi við Alþjóða kjarnorkumálastofnunina ef Bandaríkin og bandamenn þeirra hættu ekki að þrýsta á Írana um að hætta við kjarnorkuáætlanir sínar. Ekki komi til greina að verða við kröfum Öryggisráðsins um að hætta eða gera hlé á framleiðslu á úrani sem þeir segja sjálfsagðan rétt allra þjóða. Engin lausn á ágreiningnum hefur fengist en Bandaríkin hafa þó margítrekað að Íranar fái ekki að halda áfram að auðga úran og að leitað verði allra leiða til að fá þá til að hlýða kröfum alþjóða samfélagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×