Innlent

Segir ríkisstjórnina þurfa bregðast við

Jón Gunnarsson, alþingismaður, vill að ríkisstjórn Íslands beiti sér fyrir því að Bandaríkjaher fari ekki með heilsufarsupplýsingar starfsmanna varnarliðsins úr landi. Það sé réttur þeirra starfsmanna sem þar hafa unnið og hafa notið læknisaðstoðar hersins.

Jón Gunnarsson hefur sent fyrirsprunir til utanríkisráðherra þar sem hann krefst þess að fá upplýisngar um hvort ríkisstjórnin ætli að bregðast við þeim fréttum þess efnis að varnarliðið sé að fara með heilsufarsupplýsingar um íslenska starfsmenn úr landinu og hvort til standi að senda þessar nafngreinanlegu upplýsingar á skjalasafn í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×