Lífið

Leynd hvílir yfir aðventulagi Baggalúts

Rjúpan kemur við sögu í aðventulagi Baggalúts.
Rjúpan kemur við sögu í aðventulagi Baggalúts.

„Við ætlum að gefa út jólaplötu, þetta verður safnplata með aðventu- og jólalögum síðustu ára auk nýrra jólalaga,“ segir Guðmundur Pálsson, einn meðlima Baggalúts, sem vill annars gefa lítið upp um innihald plötunnar. Hann segir málið á viðkvæmu stigi og ekki hafi enn verið gengið frá samningi um útgáfu.

Nýjasta afurð flokksins, Aparnir í Eden, hefur setið í fjórar vikur í efsta sæti íslenska plötulistans og því ljóst að mikil eftirvænting ríkir í kringum plötuna auk þess sem aðventulög Baggalúts eru orðinn fastur punktur í jólahaldi landsmanna.

Baggalútsmenn hafa verið þekktir fyrir að taka þekkt popplög upp á sína arma og setja þau í jólasveinabúning. „Ég vil helst ekki tjá mig um hvaða lög þetta verða en get lofað því að þau eiga eftir að koma Íslendingum í hið rétta jólaskap,“ segir Guðmundr og er þögull sem gröfin.

Upptökur eru nú á lokastigi og segir Guðmundur að ýmsir góðkunningjar Baggalúts leggi hönd á plóginn. „Aðventulag Baggalúts er með rjúpuna í aðalhlutverki en meira get ég ekki sagt á þessu stigi,“ segir Guðmundur en það verður frumflutt á aðventunni.

Mikil leynd hvílir yfir uppptökunum og fær ekki hver sem er aðgang að upptökuverinu. „Þetta skýrist þegar nær dregum jólum,“ segir Guðmundur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.