Erlent

Fljúgandi diskar líklega ekki til

Bresku sérfræðingarnir fundu engin teikn um fljúgandi furðuhluti.
Bresku sérfræðingarnir fundu engin teikn um fljúgandi furðuhluti. MYND/AP

Engar vísbendingar eru um að fljúgandi furðuhlutir fyrirfinnist í veröldinni. Þetta er niðurstaða leynilegrar skýrslu breska landvarnaráðuneytisins um geimverur og farartæki þeirra sem lekið var til þarlendra fjölmiðla. Fjögur hundruð síðna löng skýrslan er árangur margra ára rannsóknarvinnu og segja höfundar hennar að allt bendi til að fólk sem telji sig hafa séð fljúgandi diska og annað slíkt hafi séð loftsteina eða önnur náttúruleg fyrirbrigði. Skýringuna á frásögnum fólks sem heldur því fram að það hafi verið numið á brott af geimverum segja skýrsluhöfundar vera rafgas í andrúmsloftinu sem ruglað getur heilastarfssemina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×