Erlent

Eldfjallið Merapi gýs enn

MYND/AP

Eldfjallið Merapi á indónesísku eynni Jövu heldur áfram að gjósa en eldvirkni hefur verið nokkur í því síðustu vikur. Gosið hefur verið rólegt það sem af er, hraun rennur niður hlíðar fjallsins og aska stígur upp af því í nokkur hundruð metra hæð. Jarðfræðingar fylgjast hins vegar grannt með, því óttast er að kraftur gossins geti aukist á svipstundu, rétt eins og gerðist árið 1994 þegar fjallið gaus síðast en þá fórust sextíu manns. Íbúar í nálægum byggðum hafa því margir hverjir flutt sig á öruggari svæði en þeir sem eftir eru æfðu viðbrögð við hamförum nú um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×