Erlent

Írakar krefja Jórdaníu um dóttur Saddams

Írösk stjórnvöld segja Raghad og móður hennar, eftirlýst og ætla að krefjast framsals.
Írösk stjórnvöld segja Raghad og móður hennar, eftirlýst og ætla að krefjast framsals. MYND/AP

Raghad, dóttir Saddams Hússeins, fyrrverandi Íraksforseta, er gestur konungsfjölskyldurnnar í Jórdaníu þar sem hún heldur til og hefur fengið hæli af mannúðarástæðum. Írösk stjórnvöld segja hana og móður hennar, eftirlýst og ætla að krefjast framsals.

Forsætisráðherra Jórdaníu greindi frá því í morgun að Raghad, dóttir einræðisherrans fyrrverandi, væri gestur jórdönsku konungsfjölskyldunnar, og hefði fengið hæli þar í landi ásamt börnum sínum með því skilyrði að hún tæki ekki þátt í starfi stjórnmálaafls eða léti að sér kveða á því sviði. Þjóðaröryggisráðgjafi stjórnvalda í Írak segir að framsals hennar veðri krafist þar sem hún sé eftirlýst í heimalandi sínu. Þrátt fyrir loforð hennar gagnvart jórdönskum yfirvöldum er hún sögð hafa skipulagt fjáröflun til að hún geti greitt lögfræðikostnað föðurs síns. Jórdönsk yfirvöld segjast ekki hafa fengið formlega framsalsbeiðni frá íröskum stjórnvöldum.

Eiginkona Íraksforseta fyrrverandi, Sajida, er einnig eftirlýst en hún heldur til í Doha, höfuðborg Katar, þar sem henni hefur verið veitt hæli. Írösk stjórnvöld hafa haldið því fram að ættingjar Saddams Hússeins fjármagni andspyrnuhópa í Írak og því gengið hart fram í að óska framsals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×