Skerðing kvóta ekki lausnin heldur strangara eftirlit 4. júní 2006 18:00 Framkvæmdastjóri Landsambands íslenskra útvegsmanna segir að besta ráðið til að byggja upp þorskstofninn sé ekki að skerða aflaheimildir heldur að hafa meira eftirlit með veiðunum. Friðrik Jón Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir vandamálið ekki vera aflaregluna eins og hún er, að leyfilegt sé að veiða 25% af öllum fiski eldri en fjögurra ára, heldur að síðustu ár hafi veiðihlutfallið verið nær 30 prósentum, vegna veiði umfram aflaheimildir. Stjórnvöld þurfi að einbeita sér að því að ná tökum á umframveiðinni, því það breyti öllu ef heildarafli sem kemur á land er 25%, eins og aflareglan gerir ráð fyrir. Hann segir fyrrverandi sjávarútvegsráðherra ekki hafa tekið nógu hart á ofveiði smábáta og annarri veiði umfram aflaheimildir og að útgerðarmenn fái nú að kenna á afleiðingum þess. Ástæðurnar fyrir umframveiðinni hafa verið umframveiði smábáta fyrr á árum en einnig skekkjur í stofnmati Hafrannsóknarstofnunar frá ári til árs. Ef stofnunin ofmetur stofnstærð eitt árið, reiknast það sem ofveiði á næsta ári þegar leiðréttingin kemur í gegn. Nú hefur einnig komið í ljós að Færeyingar veiða langt umfram þær aflaheimildir sem þeim er úthlutað í íslenska þorskstofninum, allt að 5000 tonn umfram 1200 tonna kvóta. Þetta þurfa íslensk stjórnvöld að taka fyrir. 11 þúsunda tonna skerðing kvóta fyrir næsta fiskveiðiár hefur í för með sér um tveggja milljarða króna tap fyrir útgerðarmenn að mati Friðriks og ef aflahlutfall verður lækkað niður í 22% þýðir það enn frekari skerðingar. Friðrik segir sárt að um leið og útgerðarmenn þurfi að þola kvótaskerðingar sé lagður á þá sérstakur skattur í formi auðlindagjalds, þannig að ríkisvaldið hjálpi ekki til í þessum málum. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Framkvæmdastjóri Landsambands íslenskra útvegsmanna segir að besta ráðið til að byggja upp þorskstofninn sé ekki að skerða aflaheimildir heldur að hafa meira eftirlit með veiðunum. Friðrik Jón Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir vandamálið ekki vera aflaregluna eins og hún er, að leyfilegt sé að veiða 25% af öllum fiski eldri en fjögurra ára, heldur að síðustu ár hafi veiðihlutfallið verið nær 30 prósentum, vegna veiði umfram aflaheimildir. Stjórnvöld þurfi að einbeita sér að því að ná tökum á umframveiðinni, því það breyti öllu ef heildarafli sem kemur á land er 25%, eins og aflareglan gerir ráð fyrir. Hann segir fyrrverandi sjávarútvegsráðherra ekki hafa tekið nógu hart á ofveiði smábáta og annarri veiði umfram aflaheimildir og að útgerðarmenn fái nú að kenna á afleiðingum þess. Ástæðurnar fyrir umframveiðinni hafa verið umframveiði smábáta fyrr á árum en einnig skekkjur í stofnmati Hafrannsóknarstofnunar frá ári til árs. Ef stofnunin ofmetur stofnstærð eitt árið, reiknast það sem ofveiði á næsta ári þegar leiðréttingin kemur í gegn. Nú hefur einnig komið í ljós að Færeyingar veiða langt umfram þær aflaheimildir sem þeim er úthlutað í íslenska þorskstofninum, allt að 5000 tonn umfram 1200 tonna kvóta. Þetta þurfa íslensk stjórnvöld að taka fyrir. 11 þúsunda tonna skerðing kvóta fyrir næsta fiskveiðiár hefur í för með sér um tveggja milljarða króna tap fyrir útgerðarmenn að mati Friðriks og ef aflahlutfall verður lækkað niður í 22% þýðir það enn frekari skerðingar. Friðrik segir sárt að um leið og útgerðarmenn þurfi að þola kvótaskerðingar sé lagður á þá sérstakur skattur í formi auðlindagjalds, þannig að ríkisvaldið hjálpi ekki til í þessum málum.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira