Innlent

Samskip sameinast dótturfélögum sínum

Ásbjörn Gíslason og Michael Hassing, forstjórar Samskipa og Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður.
Ásbjörn Gíslason og Michael Hassing, forstjórar Samskipa og Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður. MYND/ÓKÁ

Í haust verður öll flutningastarfsemi Samskipa sameinuð undir nafni Samskipa. Þetta var tilkynnt í Rotterdam þegar félagið veitti viðtöku tveimur spánýjum sérsmíðuðum flutningaskipum.

Nýja Samskipafyrirtækið verður mjög stórt enda sameinast þar undir einum hatti starfsemi þriggja stórra evrópskra flutningafyrirtækja sem Samskip keypti í fyrra, auk þeirrar starfsemi sem félagið rak fyrir. Þetta eru félögin Van Dieren Maritime, Seawheel og Geest Northern Sea Line. Sameinað Samskipafyrirtæki hefur yfir að ráða 13 þúsund gáma og þéttriðið flutningsnet um alla Evrópu og til annarra heimsálfa.

Nú verður nöfnum evrópsku fyrirtækjanna lagt en íslenska nafnið Samskip verða sett á skip sem sigla víða um heim. Til að undirstrika þetta hlutu tvö ný skip nöfnin Samskip Courier og Samskip Pioneer. Fellanafnahefðin virðist því ekki eiga að halda áfram hjá stóra evrópska flutningafyrirtækinu Samskipum, sem eiga meðal annarra skipin Arnarfell og Helgafell.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×