Innlent

Fjöltyngd söngkeppni í Hafnarfirði

Það er ekki hver sem er sem hættir sér í að syngja á öðru tungumálinu en móðurmálinu - og ekki á ensku. En á Cantare, söngkeppni hinna mörgu tungumála, var þetta ófrávíkjanleg regla. Söngkeppnin var haldin í Hafnarfjarðarleikhúsinu í gærkvöld.

Meðal annars hafði verið skorað á Lúðvík Geirsson, bæjarstjóra að syngja lag á pólsku, en hann skilaði sér ekki í keppnina og verður því að bíða næsta árs til að fá annað tækifæri.

Opnunaratriði keppninnar að þessu sinni var magadans frá hafnfirska magadanshópnum Börnum en þetta er í annað skipti sem söngkeppnin er haldin. Hver stórsöngvarinn á fætur öðrum frá Filipseyjum, Tælandi, Bretlandi og fleiri löndum steig á svið.

Aðstandendur hátíðarinnar segja að um árlegan viðburð verði að ræða í framtíðinni. Mun fleiri tóku þátt í ár en í fyrra og er búist við enn betri þátttöku að ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×