Innlent

Patreksskóli vann ferð til Kaupmannahafnar

Verðlaunaafhending í samkeppninni Unglingalýðræði í sveit og bæ fór fram í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Það var Ungfrú heimur, fröken Unnur Birna Vilhjálmsdóttir sem afhenti verðlaunin en hún var jafnframt verndari samkeppninnar.

Var er ljóst að nemendur voru búnir að leggja á sig mikla vinnu við verkefni sín enda til mikils að vinna enda verðlaunin ekki af verri endanum, ferð til Kaupmannahafnar. Verkefni Bíldudalsskóla hafnaði í þriðja sæti en það var á sviði fatahönnunar, fallegt pils, skreytt með skeljum og ígulkerum. Í öðru sæti var svo verk Víkurskóla en þar sýndu nemendur sýnar hugmyndir um framtíð Geldinganess sem skemmti- og útivistarsvæði fyrir börn og fullorðna. Fyrstu verðlaun hlaut svo áttundi bekkur Patreksskóla og ánægjan leyndi sér ekki. Þótti dómnefndinni hugmynd þeirra um skólabúðir góð, vel framsett og fræðandi. Bekkurinn útbjó meðal annars auglýsingaplaköt, kynningarbækling, dagskrá með markmiðum og settu upp heimasíðu og vann bekkurinn verkefnið í allan vetur. Og nú eru þau öll á leið til Kóngsins Köbenhavn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×