Innlent

Styðja stækkun álversins í Straumsvík

Framsóknarmenn í Hafnarfirði kynntu stefnumál sín á fundi í dag. Framsóknarflokkurinn hefur ekki verið sterkur í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Sigurður Eyþórsson sem skipar 1. sæti B-lista og óháðra í bænum segist þó ekki líta til fortíðar. Hann segir Framsóknarflokkinn hafa sett fram metnaðarfulla stefnuskrá þar sem málefni fjölskyldufólks séu höfð að leiðarljósi.



Helstu stefnumálin eru gjaldfrjáls leikskólapláss, aukin stuðning við tómstundarstarf barna,  bættar samgöngur frá og til Hafnarfjarðar. Auk segir Sigurður að Framsóknarmenn styðji eindregið við stækkun álversins í Straumsvík en með þeim tekjum hyggjast þeir fjármagna málefni sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×