Innlent

Dorrit ekki búin að sækja um ríkisborgararétt

Dorrit Moussaief að Bessastöðum með börnum á öskudag
Dorrit Moussaief að Bessastöðum með börnum á öskudag MYND/Gunnar V. Andrésson

Forsetahjónin fögnuðu nýlega þriggja ára brúðkaupsafmæli sínu og því getur Dorrit Moussaief sótt um að gerast íslenskur ríkisborgari. Í viðtali við NFS hinn 10. maí sagðist Dorrit ætla að sækja um ríkisborgararétt, en hún hafði skömmu áður átt í útistöðum við starfsmenn innflytjendaeftirlitsins í Ísrael.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði fréttamanni NFS í dag að forsetafrúin hefði ekki sótt um ríkisborgararétt en það stæði til í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×