Innlent

Leit að ungum manni frestað vegna veðurs

Fyrirhugaðri leit björgunarsveita að Pétri Þorvarðarsyni sem fram átti að fara á morgun hefur verið frestað fram til næsta fimmtudags vegna veðurskilyrða. Péturs hefur verið saknað frá Grímsstöðum á Fjöllum síðan á aðfararnótt sunndags en leit heimamanna síðustu daga hefur engum árangri skilað. Til stóð að á fjórða hundrað björgunarsveitarmenn leituðu hans á morgun en þar sem jörð er nú alhvít á leitarsvæðinu og spáð skafrenningi og jafnvel snjókomu á morgun var ákveðið að fresta leitinni fram á uppstigningardag sem fyrr segir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×