Lífið

Nýir straumar á stórtónleikum

ske Hljómsveitin Ske spilar á tónleikum í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardagskvöld.
ske Hljómsveitin Ske spilar á tónleikum í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardagskvöld.

Hljómsveitirnar Ske, Langi Seli og Skuggarnir og Jeff Who? munu troða upp á stórtónleikum í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardag.

Höskuldur Ólafsson, fyrrum liðsmaður Quarashi, og Bretinn Paul Maguire, sem hefur spilað með Echo and the Bunnymen, munu koma fram með Ske í fyrsta sinn. „Þeir er mjög góðir og miklir hljómlistarmenn og koma með nýja strauma inn í bandið,“ segir Guðmundur Steingrímsson úr Ske. „Við erum að fara aðrar leiðir og þetta er rokkaðra heldur en áður. Við vorum tilraunapopphljómsveit en nú er alla vega komið skástrik rokk,“ segir hann.

Ske, sem spilar á Iceland Air­waves 19. október, er að vinna að sinni þriðju plötu um þessar mundir og kemur hún út í byrjun næsta árs.

Langi Seli og Skuggarnir eru einnig að vinna að nýrri plötu um þessar mundir eftir langt hlé og Jeff Who? er nýkomin frá Danmörku þar sem hún spilaði ásamt tónlistarmanninum Eberg.

Kjallarinn er opnaður kl. 23 á laugardagskvöld og miðaverð er 1.000 krónur. Að loknum tónleikum hyggjast meðlimir sveitanna þriggja þeyta skífum fram á rauða nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.