Viðskipti innlent

Uppgjör Mosaic í jólalitunum

Tískuverslunarkeðjan Mosaic Fashions skilaði um 1,4 milljóna punda tapi, eða 195 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi reikningsársins. Þessi niðurstaða er langt undir væntingum greiningardeilda bankanna sem reiknuðu með þó nokkrum hagnaði hjá félaginu. Meðaltalsspá þeirra hljóðaði upp á rúmlega 7,8 milljóna punda hagnað, jafnvirði 1,1 milljarði króna.

Erfiðar markaðsaðstæður í Bretlandi setja svip sinn á uppgjörið enda hefur hlýtt veðurfar komið niður á sölu einkum hjá Oasis. Þá jókst dreifingar-, stjórnunar- og fjármunakostnaður til muna á milli ára.

Hins vegar liggur meginvöxtur fyrirtækisins á alþjóðlegum mörkuðum en velta keðjunnar jókst um 27 prósent á milli ára. Tískumerkin Karen Millen og Whistles fara fremst þar fremst í flokki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×