Dansað kringum gullálfinn 29. desember 2006 06:00 Í útvarpinu á dögunum var rætt við kaupmann á landsbyggðinni um veðrið. Tilefni viðtalsins var að veðrið var hagstætt fyrir verslun. Í íþróttafréttum er West Ham orðið áhugavert vegna þess að íslenskir kaupsýslumenn hafa keypt félagið. Útrás íslenskra banka og annarra stórfyrirtækja hefur orðið til þess að nýjar þjóðhetjur hafa orðið til hér heima, mennirnir sem kaupa upp fyrirtæki í útlöndum. Ísland samtímans er orðið gegnsýrt hugmyndafræði um mælanlega skilvirkni og árangur og þá er um leið gerð krafa um einfaldan og auðskilinn tölulegan mælikvarða. Í þessu virðumst við elta ítrustu útgáfur vestrænnar markaðshyggju, þannig að lítið jafnvægi er í gildismati og viðhorfum. Hin samfélagslega athygli og áhersla er á samanburð og samkeppni frekar en félagslega ábyrgð og uppeldi. Gildin sem eru í forgrunni eru peningar, tíska og útlit. Ekkert virðist marktækt lengur nema hægt sé að festa við það prósentu- eða krónutölu. Eiður Smári Guðjohnsen er ekki fremstur íslenskra knattspyrnumanna vegna þrotlausra æfinga, hæfileika og skilnings á leiknum, heldur vegna þess að hann er dýrastur og spilar í deild þar sem miklir peningar eru í húfi. Stórfyrirtæki og milljónamæringar eru merkilegir og áhugaverðir vegna þess að þeir eiga svo mikla peninga. Fréttastofur telja sig ekki geta sleppt því að segja okkur hvernig þróunin er í Kauphöllinni í öllum almennum fréttatímum jafnvel þótt ekkert sé þar að gerast, en þróun grunnskólans eða leikskólans er þá og því aðeins fréttaefni að mannekla eða verkföll séu í þann veginn að trufla daglega rútínu foreldra. Jafnvel bráðsnjöll og uppbyggileg hugmynd eins og Íþróttaálfurinn í Latabæ, sem stuðla á að hreyfingu og hollum lífsháttum er nú gengin í björg markaðsvæðingar. Íþróttaálfurinn er orðinn mikilvirkur aðgöngumiði banka og stórfyrirtækja að nýjum markaðshópi – litlum börnum. Börnum sem sitja límd og hreyfingarlítil fyrir framan skjáinn. Hefði verið fráleitt að hugsa sér Álfinn sem talsmann jákvæðrar uppbyggingar aðstöðu fyrir íþróttir og hreyfingu? Ástæða er til að velta fyrir sér hvort þetta séu í raun þau gildi og það lífsviðhorf sem við viljum ala börn okkar upp við. Firring markaðsvæðingarinnar, sem gerir alla hluti að varningi með einhvers konar verðmiða, er gengin lengra en margur heldur. Fegurð og útlit er nú markaðsett með svipuðum hætti og gert var áður en vakning varð í kvenréttindamálum á seinni hluta síðustu aldar. Veruleikaþættir og tónlistarmyndbönd yfirkeyra neikvæðar staðalímyndir telpna og drengja þannig að útlitsleg samanburðarfræði er orðin allsráðandi. Hugmyndir um að útlitið skipti ekki öllu virðast álíka úreltar og trúbadúrinn Gylfi Ægisson, sem samdi á sínum tíma Minningu um mann, þar sem „fegurðin að innan þykir best“. Efnahagsleg velgengni er vissulega þakkarverð, en ástæða er til að minnast Mídasar konungs. Hann áttaði sig ekki fyrr en of seint á dekkri hliðum þeirrar efnahagslegu velgengni sem fólst í þakkargjöf Díonysosar. Væri það ekki skelfileg tilhugsun ef snerting okkar breytti börnum okkar í skynlausar gullstyttur líkt og þegar Mídas snerti dóttur sína? En spyrja má: Á hvað á þá að leggja áherslu og hvaða gildi eiga að vera í brennidepli? Engin ástæða er til að fylgja fordæmi Mídasar konungs og gerast algerlega fráhverf veraldlegum gæðum. Hins vegar er þetta spurning um jafnvægi og að við köstum ekki grundvallargildum um virðingu og tillitssemi fyrir róða. Við þurfum að bera virðingu fyrir okkur sjálfum og hvert fyrir öðru, en ekki síst að reyna að miðla þeirri virðingu og þeirri tillitssemi til barna okkar. Foreldrar og heimili eru í lykilhlutverki við að efla þroska barnsins og því er ekki hægt að framselja þá ábyrgð alfarið til skólans eða uppeldisstofnana að rækta þau gildi sem efla félagsþroska. Það er mikilvægt að byrja þetta ræktunarstarf strax í leikskóla og halda því áfram upp grunnskólann – í samstarfi heimila og skóla – með uppbyggingu jákvæðs umhverfis að leiðarljósi. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir framtíðarvelferð og velsæld landsmanna, að byggja upp jákvætt hugarfar virðingar, vináttu og tillitssemi hjá æskunni. Skammsýnn dans í kringum gullkálfa og/eða gullálfa mun hins vegar engu skila nema vandræðum. Birgir Guðmundsson Birgir Guðmundsson er lektor í fjölmiðlafræði við sama skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hermundur Sigmundsson Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Í útvarpinu á dögunum var rætt við kaupmann á landsbyggðinni um veðrið. Tilefni viðtalsins var að veðrið var hagstætt fyrir verslun. Í íþróttafréttum er West Ham orðið áhugavert vegna þess að íslenskir kaupsýslumenn hafa keypt félagið. Útrás íslenskra banka og annarra stórfyrirtækja hefur orðið til þess að nýjar þjóðhetjur hafa orðið til hér heima, mennirnir sem kaupa upp fyrirtæki í útlöndum. Ísland samtímans er orðið gegnsýrt hugmyndafræði um mælanlega skilvirkni og árangur og þá er um leið gerð krafa um einfaldan og auðskilinn tölulegan mælikvarða. Í þessu virðumst við elta ítrustu útgáfur vestrænnar markaðshyggju, þannig að lítið jafnvægi er í gildismati og viðhorfum. Hin samfélagslega athygli og áhersla er á samanburð og samkeppni frekar en félagslega ábyrgð og uppeldi. Gildin sem eru í forgrunni eru peningar, tíska og útlit. Ekkert virðist marktækt lengur nema hægt sé að festa við það prósentu- eða krónutölu. Eiður Smári Guðjohnsen er ekki fremstur íslenskra knattspyrnumanna vegna þrotlausra æfinga, hæfileika og skilnings á leiknum, heldur vegna þess að hann er dýrastur og spilar í deild þar sem miklir peningar eru í húfi. Stórfyrirtæki og milljónamæringar eru merkilegir og áhugaverðir vegna þess að þeir eiga svo mikla peninga. Fréttastofur telja sig ekki geta sleppt því að segja okkur hvernig þróunin er í Kauphöllinni í öllum almennum fréttatímum jafnvel þótt ekkert sé þar að gerast, en þróun grunnskólans eða leikskólans er þá og því aðeins fréttaefni að mannekla eða verkföll séu í þann veginn að trufla daglega rútínu foreldra. Jafnvel bráðsnjöll og uppbyggileg hugmynd eins og Íþróttaálfurinn í Latabæ, sem stuðla á að hreyfingu og hollum lífsháttum er nú gengin í björg markaðsvæðingar. Íþróttaálfurinn er orðinn mikilvirkur aðgöngumiði banka og stórfyrirtækja að nýjum markaðshópi – litlum börnum. Börnum sem sitja límd og hreyfingarlítil fyrir framan skjáinn. Hefði verið fráleitt að hugsa sér Álfinn sem talsmann jákvæðrar uppbyggingar aðstöðu fyrir íþróttir og hreyfingu? Ástæða er til að velta fyrir sér hvort þetta séu í raun þau gildi og það lífsviðhorf sem við viljum ala börn okkar upp við. Firring markaðsvæðingarinnar, sem gerir alla hluti að varningi með einhvers konar verðmiða, er gengin lengra en margur heldur. Fegurð og útlit er nú markaðsett með svipuðum hætti og gert var áður en vakning varð í kvenréttindamálum á seinni hluta síðustu aldar. Veruleikaþættir og tónlistarmyndbönd yfirkeyra neikvæðar staðalímyndir telpna og drengja þannig að útlitsleg samanburðarfræði er orðin allsráðandi. Hugmyndir um að útlitið skipti ekki öllu virðast álíka úreltar og trúbadúrinn Gylfi Ægisson, sem samdi á sínum tíma Minningu um mann, þar sem „fegurðin að innan þykir best“. Efnahagsleg velgengni er vissulega þakkarverð, en ástæða er til að minnast Mídasar konungs. Hann áttaði sig ekki fyrr en of seint á dekkri hliðum þeirrar efnahagslegu velgengni sem fólst í þakkargjöf Díonysosar. Væri það ekki skelfileg tilhugsun ef snerting okkar breytti börnum okkar í skynlausar gullstyttur líkt og þegar Mídas snerti dóttur sína? En spyrja má: Á hvað á þá að leggja áherslu og hvaða gildi eiga að vera í brennidepli? Engin ástæða er til að fylgja fordæmi Mídasar konungs og gerast algerlega fráhverf veraldlegum gæðum. Hins vegar er þetta spurning um jafnvægi og að við köstum ekki grundvallargildum um virðingu og tillitssemi fyrir róða. Við þurfum að bera virðingu fyrir okkur sjálfum og hvert fyrir öðru, en ekki síst að reyna að miðla þeirri virðingu og þeirri tillitssemi til barna okkar. Foreldrar og heimili eru í lykilhlutverki við að efla þroska barnsins og því er ekki hægt að framselja þá ábyrgð alfarið til skólans eða uppeldisstofnana að rækta þau gildi sem efla félagsþroska. Það er mikilvægt að byrja þetta ræktunarstarf strax í leikskóla og halda því áfram upp grunnskólann – í samstarfi heimila og skóla – með uppbyggingu jákvæðs umhverfis að leiðarljósi. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir framtíðarvelferð og velsæld landsmanna, að byggja upp jákvætt hugarfar virðingar, vináttu og tillitssemi hjá æskunni. Skammsýnn dans í kringum gullkálfa og/eða gullálfa mun hins vegar engu skila nema vandræðum. Birgir Guðmundsson Birgir Guðmundsson er lektor í fjölmiðlafræði við sama skóla.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar