Lífið

Sló Paris í andlitið

Paris Hilton lenti illa í því að skemmtistað þegar Shanna réðst á hana vegna meints ástarsambands hennar og Travsi Barker.
Paris Hilton lenti illa í því að skemmtistað þegar Shanna réðst á hana vegna meints ástarsambands hennar og Travsi Barker. MYND/AP

Hótelerfingin Paris Hilton á ekki sjö dagana sæla þessa stundina. Á miðvikudaginn var hún slegin í andlitið af fyrrverandi eiginkonu trommarans Travis Barker en sögusagnir hafa verið uppi um að Hilton og Barker eigi í ástarsambandi. Fyrrverandi eiginkona Barkers heitir Shanna Moakler og er Playboy-fyrirsæta og fyrrverandi fegurðardrottning.

Hjónakornin voru í raunveruleikaþættinum Meet the Barkers á MTV þar sem þau leyfðu áhorfendum að skyggnast inn í líf sitt.

Moakler réðst á Hilton fyrir utan skemmtistað í Los Angeles og hrópaði að henni ókvæðisorð með þeim afleiðingum að Moakler var fjarlægð af staðnum og Hilton þurfti að stinga af. Moakler mun vera öfundsjúk út í Hilton vegna sambands hennar og Travis. Samkvæmt talsmanni Hilton ætlar hún að kæra atvikið til lögreglu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.