Lífið

Eignaðist stelpu

Maggie Gyllenhaal eignaðist sitt fyrsta barn í vikunni. Stúlkubarnið ber nafnið Ramona.
Maggie Gyllenhaal eignaðist sitt fyrsta barn í vikunni. Stúlkubarnið ber nafnið Ramona. MYND/Getty

Leikkonan unga Maggie Gyllenhaal eignaðist sitt fyrsta barn á dögunum rúmum tveimur vikum fyrir tímann. Barnið var stelpa og heitir hún Ramona. Barnsfaðir Gyllenhaal er leikarinn Peter Saarsgard en þau opinberuðu trúlofun sína í apríl.

Maggie Gyllenhaal er best þekkt fyrir leik sinn í myndunum „Mona Lisa"s Smile" og „Secretary" en einnig er hún þekkt fyrir að vera systir leikarans Jakes Gyllenhaal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.