Erlent

Blair í Bagdad

Blair við komuna í Bagdad
Blair við komuna í Bagdad MYND/AP

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom til Bagdad nú í morgun. Með heimsókn sinni hyggst Blair sýna stuðning sinn við nýja ríkisstjórn Íraka og ræða veru breskra herliða í Írak.

Embættismenn segja að stefnt sé að því að allir erlendir hermenn verði farnir frá Írak innan fjögurra ára. Búist er við því að á næstu mánuðum muni bandarískar hersveitir fela íröskum hermönnum nokkrar eftirlitstöðvar en með þeim breytingum ættu Bretar að geta flutt einhverjar breskar hersveitir frá Írak.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×