Erlent

Olmert í Washington

Olmert ásamt konu sinni við komuna.
Olmert ásamt konu sinni við komuna. MYND/AP

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, kom til Washington í gær þar sem hann mun hitta George Bush, forseta Bandaríkjanna. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Olmert hittir Bush í ráðherratíð sinni en fyrirhugað er að þeir ræði meðal annars kjarnorkuáætlun Írans og fyrirhugaða brottför Ísraelshers frá Vesturbakkanum.

Með Olmert í för er eiginkona hans, Aliza, en forsætisráðherrann mun dvelja í Bandaríkjunum í fjóra daga og mun meðal annars ávarpa Bandaríkjaþing og hitta leiðtoga gyðinga í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×