Gunguháttur sjávarútvegsráðherra 28. desember 2006 06:00 Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra átti fund á Sauðárkróki um dragnótaveiðar á Skagafirði með smábátamönnum hinn 29. nóvember síðastliðinn. Eftir að hafa lesið viðtal við ráðherrann sem kom fram í fréttablaði Feykis hinn 6. desember síðastliðinn, og fréttamaður blaðsins hafði kannað hvað hafði gerst á þessum fundi, verð ég að játa að þetta hefur verið afspyrnu lélegur fundur því að útkoman er verri en engin. Það er þó einn ljós punktur að það var hægt að fá ráðherrann að samningaborðinu. Áður en ég rek mig í gegnum viðtalsgrein Feykis við ráðherrann vil ég taka skýrt fram svo að það velkist ekki fyrir neinum að sjávarútvegsráðherra er æðsta vald yfir sjávarútveginum á Íslandi. Í upphafi viðtalsins segir að Hafrannsóknastofnun telji ekki fiskifræðileg rök fyrir því að loka Skagafirði fyrir dragnótarveiðum. Það væri mikil upplifun að sjá þau rök. Ég hef það eftir samtali við starfsmann hjá HAFRÓ að ekki hafi verið veittir peningar til hafrannsókna á Skagafirði í langan tíma svo að þá hljóta að þurrkast fiskifræðilegu rökin í viðtalinu við ráðherrann. Þá beinast spjótin að stjórn HAFRÓ en hana skipa forystuklíka sægreifa veldisins og þótt þeir séu ekki allir eyrnamerktir henni þá hafa þeir margsagt það í ræðu og riti að þeir fylgi þeirri stefnu í fiskveiðimálum sem er mesti glæpur Íslandssögunnar. Væri hægt að skrifa margar blaðagreinar um það sukk og svínarí sem þar er í hávegum haft. Stjórn HAFRÓ ver sín dekurbörn, sem eru í þessu tilviki dragnótarbátar á Skagafirði, en skýlir sér á bak við fiskifræðinga stofnunarinnar og er það ekki í fyrsta skipti sem það gerist. Tökum sem dæmi að þann 16. nóvember síðastliðinn kom grein í Morgunblaðinu eftir Ólaf K. Pálsson um athugun á brottkasti fiskjar á Íslandsmiðum 2005. Þetta virðist vera mjög vönduð og vísindaleg umfjöllun því að fiska- og tonnafjöldi eru skráð í þessa skýrslu. Brottkast í dragnót eru 47.000 fiskar sem samsvarar 29 tonnum, þessi nákvæmnistala er brosleg því það væri hógvært að þrefalda hana hér á Skagafirði. Hvað kemur til að virtur fiskifræðingur leggst svo lágt að gera sig að opinberu hirðfífli fyrir forystu sægreifaklíkunnar. Vald og ítök þeirra eru svo mikil hjá þessum mönnum að sjávarútvegsráðherra er sem strengjabrúða í höndunum á þeim. Um lokun Málmeyjarsundsins er ekkert nema gott að segja en það svæði er ekki nema eins og smáfrímerki á Skagafirði. Ég vil minna á að þann 14. október síðastliðinn var samþykkt sáttartillaga í smábátafélaginu Skalla og fólst hún í því að lokað yrði fyrir dragnótarveiðum innan línu sem dregin væri úr Ásnefi í norðurenda Drangeyjar og þaðan í norðurenda Málmeyjar. Er þetta mikil tilslökun frá fyrri samþykkt félagsins. Sjávarútvegsráðherrann minntist á það við fréttamann Feykis að hann geti ekki hróflað við dragnótarbátum því að þeir geti ekki fært sig úr stað. Þetta er afskaplega lágkúrulegur málflutningur og um leið eru sáttatillögur smábátamanna blásnar út af borðinu af ráðherranum, hann veit að enginn er að biðja hann að hrekja dragnótarbátana úr firðinum. Þess vegna hefði verið vandræðalaust fyrir hann að gangast að sáttatillögu smábátamanna og vinna með Skagfirðingum en ekki á móti þeim eins og er gert í þessu máli. Eitthvað er ráðherra að velta fyrir sér að takmarka stærð dragnótarbáta á Skagafirði ef hann nær samkomulagi við sægreifaklíkuna. Ég get bent ráðherranum á að þegar opnað var fyrir dragnótarveiðum á Skagafirði árið 1964 voru það bátar sem flestir voru í kringum 10 tonn og tók það fá ár að gera fjörðinn þannig að ekki fékkst í matinn eins og byrjað er að örla á í dag. Það er virðingarvert hjá ráðherranum þegar hann segist hafa góðan skilning á sjónarmiðum heimamanna en hann hefur ekki haft rænu á að nota þennan skilning þótt hann hafi valdið í þessu málefni og kemur þar berlega fram gunguhátturinn og orðagjálfrið. Að setja þetta málefni í athugun eða nefnd verður aldrei annað en skrifborðskjaftæði í ráðuneytinu, að minnsta kosti höfum við Skagfirðingar ekki reynslu af öðru. Að lokum vil ég biðja ráðherrann að endurskoða alvarlega tillögur Skalla sem áður er um getið því að það er vel fylgst með þessu dragnótarmáli hér í firðinum og skiptir ekki máli hvort það sé útá annesjum eða inn til Skagafjarðardala því að þetta er barátta um lífsbjörgina og slæmt til frásagnar fyrir þingmann og ráðherra okkar Skagfirðinga að hann vinni gegn lífsafkomu íbúa Skagafjarðar. sjómaður á Sauðárkróki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra átti fund á Sauðárkróki um dragnótaveiðar á Skagafirði með smábátamönnum hinn 29. nóvember síðastliðinn. Eftir að hafa lesið viðtal við ráðherrann sem kom fram í fréttablaði Feykis hinn 6. desember síðastliðinn, og fréttamaður blaðsins hafði kannað hvað hafði gerst á þessum fundi, verð ég að játa að þetta hefur verið afspyrnu lélegur fundur því að útkoman er verri en engin. Það er þó einn ljós punktur að það var hægt að fá ráðherrann að samningaborðinu. Áður en ég rek mig í gegnum viðtalsgrein Feykis við ráðherrann vil ég taka skýrt fram svo að það velkist ekki fyrir neinum að sjávarútvegsráðherra er æðsta vald yfir sjávarútveginum á Íslandi. Í upphafi viðtalsins segir að Hafrannsóknastofnun telji ekki fiskifræðileg rök fyrir því að loka Skagafirði fyrir dragnótarveiðum. Það væri mikil upplifun að sjá þau rök. Ég hef það eftir samtali við starfsmann hjá HAFRÓ að ekki hafi verið veittir peningar til hafrannsókna á Skagafirði í langan tíma svo að þá hljóta að þurrkast fiskifræðilegu rökin í viðtalinu við ráðherrann. Þá beinast spjótin að stjórn HAFRÓ en hana skipa forystuklíka sægreifa veldisins og þótt þeir séu ekki allir eyrnamerktir henni þá hafa þeir margsagt það í ræðu og riti að þeir fylgi þeirri stefnu í fiskveiðimálum sem er mesti glæpur Íslandssögunnar. Væri hægt að skrifa margar blaðagreinar um það sukk og svínarí sem þar er í hávegum haft. Stjórn HAFRÓ ver sín dekurbörn, sem eru í þessu tilviki dragnótarbátar á Skagafirði, en skýlir sér á bak við fiskifræðinga stofnunarinnar og er það ekki í fyrsta skipti sem það gerist. Tökum sem dæmi að þann 16. nóvember síðastliðinn kom grein í Morgunblaðinu eftir Ólaf K. Pálsson um athugun á brottkasti fiskjar á Íslandsmiðum 2005. Þetta virðist vera mjög vönduð og vísindaleg umfjöllun því að fiska- og tonnafjöldi eru skráð í þessa skýrslu. Brottkast í dragnót eru 47.000 fiskar sem samsvarar 29 tonnum, þessi nákvæmnistala er brosleg því það væri hógvært að þrefalda hana hér á Skagafirði. Hvað kemur til að virtur fiskifræðingur leggst svo lágt að gera sig að opinberu hirðfífli fyrir forystu sægreifaklíkunnar. Vald og ítök þeirra eru svo mikil hjá þessum mönnum að sjávarútvegsráðherra er sem strengjabrúða í höndunum á þeim. Um lokun Málmeyjarsundsins er ekkert nema gott að segja en það svæði er ekki nema eins og smáfrímerki á Skagafirði. Ég vil minna á að þann 14. október síðastliðinn var samþykkt sáttartillaga í smábátafélaginu Skalla og fólst hún í því að lokað yrði fyrir dragnótarveiðum innan línu sem dregin væri úr Ásnefi í norðurenda Drangeyjar og þaðan í norðurenda Málmeyjar. Er þetta mikil tilslökun frá fyrri samþykkt félagsins. Sjávarútvegsráðherrann minntist á það við fréttamann Feykis að hann geti ekki hróflað við dragnótarbátum því að þeir geti ekki fært sig úr stað. Þetta er afskaplega lágkúrulegur málflutningur og um leið eru sáttatillögur smábátamanna blásnar út af borðinu af ráðherranum, hann veit að enginn er að biðja hann að hrekja dragnótarbátana úr firðinum. Þess vegna hefði verið vandræðalaust fyrir hann að gangast að sáttatillögu smábátamanna og vinna með Skagfirðingum en ekki á móti þeim eins og er gert í þessu máli. Eitthvað er ráðherra að velta fyrir sér að takmarka stærð dragnótarbáta á Skagafirði ef hann nær samkomulagi við sægreifaklíkuna. Ég get bent ráðherranum á að þegar opnað var fyrir dragnótarveiðum á Skagafirði árið 1964 voru það bátar sem flestir voru í kringum 10 tonn og tók það fá ár að gera fjörðinn þannig að ekki fékkst í matinn eins og byrjað er að örla á í dag. Það er virðingarvert hjá ráðherranum þegar hann segist hafa góðan skilning á sjónarmiðum heimamanna en hann hefur ekki haft rænu á að nota þennan skilning þótt hann hafi valdið í þessu málefni og kemur þar berlega fram gunguhátturinn og orðagjálfrið. Að setja þetta málefni í athugun eða nefnd verður aldrei annað en skrifborðskjaftæði í ráðuneytinu, að minnsta kosti höfum við Skagfirðingar ekki reynslu af öðru. Að lokum vil ég biðja ráðherrann að endurskoða alvarlega tillögur Skalla sem áður er um getið því að það er vel fylgst með þessu dragnótarmáli hér í firðinum og skiptir ekki máli hvort það sé útá annesjum eða inn til Skagafjarðardala því að þetta er barátta um lífsbjörgina og slæmt til frásagnar fyrir þingmann og ráðherra okkar Skagfirðinga að hann vinni gegn lífsafkomu íbúa Skagafjarðar. sjómaður á Sauðárkróki.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun