Hugleiðing um ástundun pólitísks hórdóms 28. desember 2006 06:00 Þegar þingmaður misstígur sig í þrepum eigin sannfæringar svo illa að hann treystir sér ekki lengur til að vinna af heilindum fyrir sína kjósendur – sem með atkvæði sínu lögðu allt traust sitt á skoðanir hans og stefnu, enda voru þær í fullu samræmi við þann flokk sem hann bauð sig fram til að vinna með – þá á hann eðlilega að boða til fundar með kjósendum sínum og gera þeim grein fyrir sínum andlega krankleika í þeirra garð og draga sig í hlé, fara í andlegt orlof frá þingstörfum á meðan það stæði yfir þá kæmi varamaður hans inn á þing tímabundið. Verði þingmaðurinn hins vegar ekki fær um það til frambúðar að sinna kjósendum sínum (með eðlilegum frávikum) á þeim forsendum sem þeir kusu hann til, þá segi hann af sér, og varamaður kemur inn, við þær aðstæður er enginn svikinn. Missi hins vegar þingmaðurinn siðferðið niður um sig og óski að svíkja kjósendur sína og stunda pólitískan hórdóm, þá er honum tekið fagnandi við inngönguna í annan flokk á miðju kjörtímabili. Það segir líka eitthvað um þá sem farið er yfir til. Eftir stendur stóra spurningin: Hafa sitjandi þingmenn undangenginna áratuga ekki girt fyrir þann möguleika að sérhver þingmaður geti að vild ráðskast með valdahlutföllin á þingi eftir að löglegar kosningar hafa farið fram og ríkisstjórn verið mynduð? Er kosning til alþingis þá bara bráðabirgða niðurstaða þar til einhver hinna sextíu og þriggja sem kjörinn var, bugast af siðblindu og kýs að hrækja framan í kjósendur sína og ganga í lið með þeim sem veikleikinn dregur þá til? Jafnvel þó það væru skoðanalega andstæðingar þeirra sem kusu viðkomandi þingmann til starfsins. Eru ekki gefin út kjörbréf til verðandi þingmanna á grundvelli atkvæðafjölda þess flokks sem þingmannsefnið bauð sig fram til að starfa fyrir? Getur þingmaður starfað fyrir hvaða flokk sem er þegar inn á þing er komið, án staðfestingar kjörstjórnar um hvaðan fylgi hans og réttur til þingsetu sé fenginn? Er ekki neitt sem heitir að innkalla kjörbréf til þingmanns sem starfar ekki samkvæmt þeim skyldum sem fólust í útgáfu þess til hans? Er engin leið að ógilda vanhelgað kjörbréf með dómi? Ef þingmaður sem hefur svikið kjósendur sína og flokk með því að ganga til liðs við annan flokk, forfallast og varamaður hans samkvæmt niðurstöðu kosninga á að koma inn á þing, fyrir hvaða flokk starfar sá varamaður í þessu tilviki; – er það bara hans frjálsi vilji? Hvað ef sitjandi þingmaður sem svikið hefur kjósendur sína og flokk með inngöngu í annan flokk, deyr og ástæða þingsetu hans fyrir flokkinn var huglæg en ekki samkvæmt niðurstöðu kosninga og inn kemur varamaður hans – er það þá sá huglægi, þess flokks sem sá hinn látni þingmaður fór yfir til eða sá réttkjörni þess flokks sem þingmaðurinn fór frá? Er kannski mögulegt að líta svo á að niðurstaða kosninga til Alþingis Íslendinga geti stundum verið skrípaleikur án skuldbindinga? Þegar þingmaður ákveður að svíkja alla sína kjósendur, flokk og framtíðarsýn þá boðar hann í mesta lagi til blaðamannafundar, til að láta vita hvaða flokk hann starfi fyrir þar til næst, eða verði utan flokka og starfi ekki fyrir neinn. Halda virkilega allir að þetta sé eðlilegt? Í okkar rómaða lýðræðisríki – sem svo oft er hossað á hátíðarstundum – þá er það ekkert annað en pólitísk hræsni þegar þingmenn hafa að engu vilja sinna kjósenda og niðurstöður lögboðinna kosninga til alþingis. Hvað með ráðuneytið, er það mögulega ekki viljugt til að fylgja eftir niðurstöðu kosninga til alþingis? Það er ekki nóg að láta telja vandlega hvert atkvæði upp úr kjörkössum til þess að finna út hverjir fari á þing og fyrir hvern, ef svo allt er frjálst þegar í þingsalinn er gengið. Skorti ráðuneytið hins vegar úrræði, þá er líklega 61 háttvirtur þingmaður sem starfar enn samkvæmt niðurstöðu síðustu kosninga og myndu eflaust flestir þeirra greiða atkvæði með tillögu sem bundið gæti enda á vitleysuna, og væru þeir frá og með þeim tíma ekki lengur meðvirkir í pólitísku siðleysi. Verði hins vegar ekkert gert fyrir komandi kosningar þá verður áfram leyfilegt að nauðga lýðræðinu. Skrifað í Búðardal á fullveldisdaginn 1. des. 2006. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Þegar þingmaður misstígur sig í þrepum eigin sannfæringar svo illa að hann treystir sér ekki lengur til að vinna af heilindum fyrir sína kjósendur – sem með atkvæði sínu lögðu allt traust sitt á skoðanir hans og stefnu, enda voru þær í fullu samræmi við þann flokk sem hann bauð sig fram til að vinna með – þá á hann eðlilega að boða til fundar með kjósendum sínum og gera þeim grein fyrir sínum andlega krankleika í þeirra garð og draga sig í hlé, fara í andlegt orlof frá þingstörfum á meðan það stæði yfir þá kæmi varamaður hans inn á þing tímabundið. Verði þingmaðurinn hins vegar ekki fær um það til frambúðar að sinna kjósendum sínum (með eðlilegum frávikum) á þeim forsendum sem þeir kusu hann til, þá segi hann af sér, og varamaður kemur inn, við þær aðstæður er enginn svikinn. Missi hins vegar þingmaðurinn siðferðið niður um sig og óski að svíkja kjósendur sína og stunda pólitískan hórdóm, þá er honum tekið fagnandi við inngönguna í annan flokk á miðju kjörtímabili. Það segir líka eitthvað um þá sem farið er yfir til. Eftir stendur stóra spurningin: Hafa sitjandi þingmenn undangenginna áratuga ekki girt fyrir þann möguleika að sérhver þingmaður geti að vild ráðskast með valdahlutföllin á þingi eftir að löglegar kosningar hafa farið fram og ríkisstjórn verið mynduð? Er kosning til alþingis þá bara bráðabirgða niðurstaða þar til einhver hinna sextíu og þriggja sem kjörinn var, bugast af siðblindu og kýs að hrækja framan í kjósendur sína og ganga í lið með þeim sem veikleikinn dregur þá til? Jafnvel þó það væru skoðanalega andstæðingar þeirra sem kusu viðkomandi þingmann til starfsins. Eru ekki gefin út kjörbréf til verðandi þingmanna á grundvelli atkvæðafjölda þess flokks sem þingmannsefnið bauð sig fram til að starfa fyrir? Getur þingmaður starfað fyrir hvaða flokk sem er þegar inn á þing er komið, án staðfestingar kjörstjórnar um hvaðan fylgi hans og réttur til þingsetu sé fenginn? Er ekki neitt sem heitir að innkalla kjörbréf til þingmanns sem starfar ekki samkvæmt þeim skyldum sem fólust í útgáfu þess til hans? Er engin leið að ógilda vanhelgað kjörbréf með dómi? Ef þingmaður sem hefur svikið kjósendur sína og flokk með því að ganga til liðs við annan flokk, forfallast og varamaður hans samkvæmt niðurstöðu kosninga á að koma inn á þing, fyrir hvaða flokk starfar sá varamaður í þessu tilviki; – er það bara hans frjálsi vilji? Hvað ef sitjandi þingmaður sem svikið hefur kjósendur sína og flokk með inngöngu í annan flokk, deyr og ástæða þingsetu hans fyrir flokkinn var huglæg en ekki samkvæmt niðurstöðu kosninga og inn kemur varamaður hans – er það þá sá huglægi, þess flokks sem sá hinn látni þingmaður fór yfir til eða sá réttkjörni þess flokks sem þingmaðurinn fór frá? Er kannski mögulegt að líta svo á að niðurstaða kosninga til Alþingis Íslendinga geti stundum verið skrípaleikur án skuldbindinga? Þegar þingmaður ákveður að svíkja alla sína kjósendur, flokk og framtíðarsýn þá boðar hann í mesta lagi til blaðamannafundar, til að láta vita hvaða flokk hann starfi fyrir þar til næst, eða verði utan flokka og starfi ekki fyrir neinn. Halda virkilega allir að þetta sé eðlilegt? Í okkar rómaða lýðræðisríki – sem svo oft er hossað á hátíðarstundum – þá er það ekkert annað en pólitísk hræsni þegar þingmenn hafa að engu vilja sinna kjósenda og niðurstöður lögboðinna kosninga til alþingis. Hvað með ráðuneytið, er það mögulega ekki viljugt til að fylgja eftir niðurstöðu kosninga til alþingis? Það er ekki nóg að láta telja vandlega hvert atkvæði upp úr kjörkössum til þess að finna út hverjir fari á þing og fyrir hvern, ef svo allt er frjálst þegar í þingsalinn er gengið. Skorti ráðuneytið hins vegar úrræði, þá er líklega 61 háttvirtur þingmaður sem starfar enn samkvæmt niðurstöðu síðustu kosninga og myndu eflaust flestir þeirra greiða atkvæði með tillögu sem bundið gæti enda á vitleysuna, og væru þeir frá og með þeim tíma ekki lengur meðvirkir í pólitísku siðleysi. Verði hins vegar ekkert gert fyrir komandi kosningar þá verður áfram leyfilegt að nauðga lýðræðinu. Skrifað í Búðardal á fullveldisdaginn 1. des. 2006.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun