Viðskipti innlent

Sagan bendir til hækkana milli jóla og nýárs

Hækka hlutabréf milli jóla og nýárs? Þróunin í dag og á morgun mun segja til um hvort saga undanfarinna ára endurtaki sig í ár.
Hækka hlutabréf milli jóla og nýárs? Þróunin í dag og á morgun mun segja til um hvort saga undanfarinna ára endurtaki sig í ár.

Ef árið í ár fylgir fordæmi sögunnar munu hlutabréf heldur hækka en lækka á markaði í dag og á morgun, þessa síðustu daga sem markaðir eru opnir milli jóla og nýárs.

Greiningardeild Landsbankans veltir því fyrir sér í Vegvísi sínum hvernig árinu muni ljúka á hlutabréfamarkaði, eftir mikla lækkun hlutabréfa síðasta viðskiptadag fyrir jól. Þar er brugðið upp mynd af þróun hlutabréfaverðs milli jóla og nýárs undanfarin ár en bent á að sagan sé vitaskuld ekki endilega vísbending um þróunina.

Á myndinni má sjá að þróunin hefur undantekningalaust verið jákvæð á síðustu árum. Á það sérstaklega við fram til ársins 2002 þegar almenningur fékk skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa. Breytingin hafi að vísu verið minni síðustu þrjú árin en engu að síður í öllum tilfellum jákvæð.

Í gær hækkaði úrvalsvísitala Kauphallar Íslands um 0,60 prósent og stendur hún nú í 6.394 stigum. Það verður því athyglisvert að fylgjast með því hvort sagan endurtaki sig og hlutabréf hækki í dag og á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×