Valsmenn aftur á toppinn

Einn leikur fór fram í DHL deild karla í handbolta í dag. Valsmenn skelltu sér aftur á topp deildarinnar með 31-25 sigri á ÍR. Markús Máni Michaelsson var markahæstur hjá Val með 7 mörk en Davíð Georgsson skoraði 8 fyrir botnlið ÍR.