Glitter dæmdur fyrir að misnota börn 3. mars 2006 17:55 Gary Glitter brosti á leið sinni í réttarsalinn. Hann var ekki eins brosmildur eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp. MYND/AP Víetnamskur dómstóll hefur dæmt breska tónlistarmanninn Gary Glitter í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Glitter ber af sér allar sakir og segir málið allt vera samsæri gegn sér. Frægðarsól Gary Glitters, sem heitir réttu nafni Paul Gadd, reis hæst á glamúr-rokktímabili áttunda áratugarins en undanfarin ár hefur leiðin legið lóðbeint niður á við. Árið 1999 fékk hann fjögurra mánaða dóm í Bretlandi fyrir að hafa barnaklám í fórum sínum Fyrir nokkrum árum fluttist hann til Kambódíu, en landið er alræmt fyrir þann áhuga sem barnaníðingar víða um heim sýna því, en þaðan var hann svo rekinn árið 2002 fyrir ótilgreindar sakir og flutti hann sig þá um set til Víetnam. Í nóvember síðastliðnum var hann tekinn höndum á flugvellinum í Ho Chi Minh vegna gruns um að hann hefði misnotað tvær telpur, tíu og ellefu ára, í íbúð sinni í Vung Tau. Í morgun var hann svo dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir þennan óhugnanlega glæp. Að afplánun lokinni verður hann svo rekinn úr landi. Dómarinn sagði Glitter eiga sér engar málsbætur enda væri framburður stúlknanna afar trúverðugur. Engu að síður virtist dómurinn koma rokkaranum gjörsamlega í opna skjöldu. "Ég er saklaus. Þetta er samsæri, framið af þið vitið hverjum," sagði hann við fréttamenn en útskýrði ekki orð sín nánar. Talið er að hann eigi þarna við breska fjölmiðla sem farið hafa um hann mjög hörðum orðum. Í samtali við BBC í dag útilokaði lögfræðingur hans ekki að dómnum yrði áfrýjað. Erlent Fréttir Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Víetnamskur dómstóll hefur dæmt breska tónlistarmanninn Gary Glitter í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Glitter ber af sér allar sakir og segir málið allt vera samsæri gegn sér. Frægðarsól Gary Glitters, sem heitir réttu nafni Paul Gadd, reis hæst á glamúr-rokktímabili áttunda áratugarins en undanfarin ár hefur leiðin legið lóðbeint niður á við. Árið 1999 fékk hann fjögurra mánaða dóm í Bretlandi fyrir að hafa barnaklám í fórum sínum Fyrir nokkrum árum fluttist hann til Kambódíu, en landið er alræmt fyrir þann áhuga sem barnaníðingar víða um heim sýna því, en þaðan var hann svo rekinn árið 2002 fyrir ótilgreindar sakir og flutti hann sig þá um set til Víetnam. Í nóvember síðastliðnum var hann tekinn höndum á flugvellinum í Ho Chi Minh vegna gruns um að hann hefði misnotað tvær telpur, tíu og ellefu ára, í íbúð sinni í Vung Tau. Í morgun var hann svo dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir þennan óhugnanlega glæp. Að afplánun lokinni verður hann svo rekinn úr landi. Dómarinn sagði Glitter eiga sér engar málsbætur enda væri framburður stúlknanna afar trúverðugur. Engu að síður virtist dómurinn koma rokkaranum gjörsamlega í opna skjöldu. "Ég er saklaus. Þetta er samsæri, framið af þið vitið hverjum," sagði hann við fréttamenn en útskýrði ekki orð sín nánar. Talið er að hann eigi þarna við breska fjölmiðla sem farið hafa um hann mjög hörðum orðum. Í samtali við BBC í dag útilokaði lögfræðingur hans ekki að dómnum yrði áfrýjað.
Erlent Fréttir Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira