Lífið

Barist í plötuútgáfu með Megas að vopni

Magga Stína Syngur ellefu lög eftir Megas á nýrri skífur sem útgáfufyrirtækið Bjartur Records Ltd. gefur út, þar af eru þrjú ný.
Magga Stína Syngur ellefu lög eftir Megas á nýrri skífur sem útgáfufyrirtækið Bjartur Records Ltd. gefur út, þar af eru þrjú ný.

"Þetta er bara eins og í Hollywood; þegar fleiri en einn eru með sömu hugmyndina á lofti og hvorugur vill hættta við," segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri íslensk efni hjá Senu en tónlistamaðurinn Megas mun verða áberandi í íslensku tónlistarlífi á næstunni þótt meistarinn sjálfur komi lítið við sögu því ráðgert er að gefa út tvær plötur þar sem ólíkir tónlistarmenn reyna sig við lög og texta tónlistarmannsins.

Sena hyggst gefa út "cover - plötu" með lögum Megasar og þar verður einnig nýtt lag að finna sem Hera syngur en Megas samdi lagið, sem heitir Réttstreymi, með söngkonuna í huga fyrir tveimur árum síðan. Meðal annarra tónlistarmanna má nefna hina sálugu reggea - hljómsveit Hjálmar og þá mun Trabant koma laginu Björt ljós, borgarljós til skila með sínu nefi.

Bókaútgáfufélagið Bjartur hyggst hasla sér völl í tónlistinni með útgáfufyrirtækinu Bjartur Records Ltd. og verður fyrsta plata þeirra "Magga Stína syngur Megas" en þar mun söngkonan flytja ellefu lög Megasar, þar af þrjú ný lög en eitt þeirra, Flökkusaga ferðalangs, er þegar farið að hljóma á öldum ljósvakans. "Við vissum af þessari plötu. Hún var að klára sína og við okkur og þær eru báðar gerðar með blessun Megasar," segir Eiður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.